Er kannski bara með pirrandi stíl

Dagur Ragnarsson sigraði undankeppnina um þátttökuréttinn í netskákmótinu Síminn Invitational.
Dagur Ragnarsson sigraði undankeppnina um þátttökuréttinn í netskákmótinu Síminn Invitational. Ljósmynd/Aðsend

Leikmaður vik­unn­ar, Dag­ur Ragn­ars­son, varð á sunnu­dag­inn efst­ur, með sjö vinn­inga, í undan­keppni fyr­ir net­skák­mótið Sím­inn In­vitati­onal og þar með einn þeirra fimm skák­manna sem tryggðu sér rétt til þess að taka þátt í mót­inu.

Óhætt er að segja að gott ár sé að baki hjá Degi en hann var kjör­inn íþróttamaður Fjöln­is 2024 og byrjaði árið með því að verða Skák­meist­ari Reykja­vík­ur 2024 og lauk því með sigri á Íslands­mót­inu í at­skák.

Hann seg­ir helsta mun­inn á net­skák og þeirri hefðbundnu vera að net­skák­in er hraðari og laus við alls kon­ar rugl eins og til dæm­is klukku­barn­ing.

Degi finnst al­mennt hund­leiðin­legt að tapa en sér þó tæki­færi í því og tel­ur bestu leiðina til þess að finna eig­in veik­leika fel­ast í því að fara vel yfir töp­in og greina ástæður þeirra.

Nafn: Dag­ur Ragn­ars­son
Ald­ur: 27 ára
Deild: Skák
Lið: Fjöln­ir


Hvað varð til þess að þú byrjaðir að tefla og hvað dró þig fyrst inn í skák­heim­inn?

„Þetta byrjaði þegar afi minn kenndi mér mann­gang­inn þegar ég var ör­ugg­lega í kring­um svona 3-4 ára,“ seg­ir Dag­ur um skák­á­hug­ann sem vaknaði snemma en afi hans hafi átt skák­tölvu­leik, lík­lega Chess­ma­ster 9000, sem hann hafi haft mjög gam­an að og spilaði mikið á tölvu.

„Ég tók svo þátt í mínu fyrsta skák­móti þegar ég var svona 4-5 ára í Hús­dýrag­arðinum. Mér gekk hræðilega og tapaði öll­um skák­un­um. Eft­ir það byrjaði ég að mæta á æf­ing­ar í Rima­skóla og hef ekki hætt að æfa síðan.“

Hef­ur skák­in haft mik­il áhrif á þig sem ein­stak­ling?

„Já að ein­hverju leyti. Ég hef til dæm­is lært ákveðnar lífs­lex­í­ur þegar mér hef­ur gengið svaka­lega illa. Mér finnst það eiga al­mennt við um flest­ar íþrótt­ir.“

Hver er helsti mun­ur­inn á því að tefla á net­inu eða á móti and­stæðingn­um við skák­borðið?

„Net­skák er hraðari og óháð ein­hverju rugli eins og til dæm­is klukku­barn­ingi.“

Er net­skák­in kom­in til að vera?

„Já, að sjálf­sögðu. Eina sem þarf að tryggja er að menn svindli ekki á net­inu. Það er helsta áskor­un­in fyr­ir net­skák­ina í dag.“

Spil­arðu ein­hverja tölvu­leiki?

„Ég spilaði rosa­lega mikið í „gamla daga“, til dæm­is League Of Le­g­ends, CSGO, Overwatch, Ru­nescape og Hearth­st­one. Í dag tek ég kannski nokkra Rocket League-leiki ef ég hef tíma í það. Ann­ars spila ég Minesweeper til þess að kveikja á heil­an­um áður en ég tek langa æf­ingu.“

Ertu að horfa á eitt­hvað á Net­flix eða öðrum veit­um?

„Ég og kær­ast­an erum að taka Only Mur­d­erers in the Build­ing í gegn á Disney.“

Hvernig lít­ur dæmi­gerður æf­inga­dag­ur út hjá þér?

„Þegar ég er ekki að vinna þá vakna ég svona um tíu­leytið og stúd­era síðan frá klukk­an 10.30 - 14.00. Tek mér svo góða pásu og held síðan áfram seinna um kvöldið. Allt í allt eru þetta kannski svona fimm til sex tím­ar á dag. Ef ég næ ekki að æfa al­menni­lega þá reyni ég að gera stutt­ar æf­ing­ar eins og að leysa þraut­ir eða fara yfir byrj­an­irn­ar mín­ar.“

Hvaða ráð mynd­ir þú gefa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í net­skák­inni?

„Það var ein­mitt skák-sprengja í kring­um covid þar sem fullt af fólki byrjaði að tefla á net­inu og ég hef hitt nokkra sem hafa bara teflt í örfá ár og eru ansi sæmi­leg­ir í skák.

Mér finnst flest­ir sem eru að koma nýir inn í þetta sport vera nokkuð góðir í byrj­un­um svo mitt ráð væri að eyða meiri tíma í til dæm­is miðtöfl og enda­töfl. Ég per­sónu­lega nota Chessa­ble sem er svona skákþjálf­un­ar­vefsíða.“

Hef­ur ein­hver sér­stak­ur skák­maður haft áhrif á þig og þinn stíl?

„Ég veit það ekki. Þegar ég var ung­ling­ur fór ég mikið yfir skák­irn­ar hans Karpovs og kannski hef­ur það mótað stíl­inn minn. Ann­ars er ég bara ekki al­menni­lega viss hver stíll­inn minn er. Fékk að heyra um dag­inn að ég væri “pirr­andi skák­maður að eiga við“ þannig að kannski er ég bara með pirr­andi stíl.“

Dagur var kjörinn Íþróttamaður Fjölnis 2024.
Dag­ur var kjör­inn Íþróttamaður Fjöln­is 2024. Ljós­mynd/​Aðsend

Er ein­hver fyr­ir­mynd sem þú lít­ur upp til?

„Ég held að fyr­ir­mynd­irn­ar manns hverfi þegar maður verður eldri. Aft­ur á móti eru marg­ir með eitt­hvað sem hægt er að taka til fyr­ir­mynd­ar.“

Upp­á­halds bíó­mynd­in?

„Örugg­lega 12 Angry Men.“

Hvað ger­ir þú til að viðhalda and­legu og lík­am­legu jafn­vægi á keppn­is­tíma­bil­um?

„Nýtt hjá mér er að draga veru­lega úr koff­ínn­eyslu og ein­hverju skra­lli. Einnig er mik­il­vægt að halda sér í góðu lík­am­legu formi. Ég fer oft­ast að synda eða hlaupa og svo af og til fer ég að lyfta.“ 

Er ein­hver sér­stak­ur sem þú þolir illa að tapa fyr­ir?

„Eng­um sér­stök­um. Mér finnst bara hund­leiðin­legt að tapa, en mér finnst líka gott tæki­færi að geta farið vel yfir töp­in sín og reyna að greina ástæðuna af hverju maður tap­ar. Mér finnst það vera besta leiðin til þess að finna veik­leik­ana sína.“

Hver er skemmti­leg­asta reynsl­an eða minn­ing þín frá skák­ferl­in­um?

„Þær eru nokkr­ar. Norður­landa­meist­ari ung­linga árið 2015. Fyrsta skipti þegar ég keppti í landsliðsflokki árið 2017. Sig­ur á nokkr­um er­lend­um mót­um eins og ný­lega í Amster­dam. Í des­em­ber varð ég Íslands­meist­ari í at­skák sem var fyrsti svona al­menni­legi full­orðins tit­ill­inn minn. Þetta eru þær minn­ing­ar sem mér þykir mest vænst um.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert