Svakalegur árekstur í Mónakó (myndskeið)

Sjúkrabíll var sendur á brautina til að sækja Perez
Sjúkrabíll var sendur á brautina til að sækja Perez AFP/ANDREJ ISAKOVIC

Formúlu 1 ökuþórinn Sergio Perez slapp betur en á horfðist í skefilegum árekstri við tvo Haas bíla á fyrsta hring Mónakó kappaksturins. 

Perez, sem keppir fyrir Red Bull, ræsti sextándi í dag en strax á fyrsta hring rakst Kevin Magnussen á Haas í afturenda bíls Perez sem klessti utan í vegg og hringsnerist í brautinni. Bíll Perez rakst þá á liðsfélaga Magnussen, Nico Hulkenberg, áður en hann kastaðist utan í öryggisgrindverk og þar keyrði Magnussen aftur utan í Mexíkanann.

Þótt ótrúlegt megi virðast steig Perez upp úr bílnum af sjálfsdáðum og virtist ómeiddur. Kappaksturinn var stöðvaður og unnið er að því að hreinsa brautina.

Mónakó kappaksturinn er frægur fyrir margar sakir en ekið er á götum borgarinnar og er brautin einstaklega þröng og varhugaverð. Fleiri myndbönd af atvikinu eru hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert