Keyrði á liðsfélaga (myndskeið)

Esteban Ocon er í klandri
Esteban Ocon er í klandri AFP/ Andrej ISAKOVIC

Esteban Ocon, ökumaður Alpine liðsins í Formúlu 1, er í klandri eftir glæfralega tilburði í Mónakó kappakstrinum í gær. Ocon klessti á liðsfélaga sinn, Pierre Gasly, sem þurfti að draga sig úr keppni vegna skemmda á bílnum.

Atvikið varð strax á fyrsta hring en Ocon hefur þegar hlotið tvö refsistig og verður færður fimm sætum aftar í rásröðinni eftir tímatökur fyrir kappaksturinn í Kanada eftir tvær vikur. Dómarar keppninnar hafa úrskurðað að Ocon hafi tekið óþarfa óhættu og eigi fulla sök á árekstrinum sem sendi bíl Gasly á flug.

Stjóri Alpine liðsins, Bruno Famin, lét hafa eftir sér í gær að atvikið myndi hafa afleiðingar fyrir Gasly en Famin sást einnig eiga samtal við varaökumanna Alpine. Orðrómar hafa verið uppi um að Ocon verði ekki langlífur hjá Alpine en samningur hans rennur út eftir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert