Eiður Smári fær fína dóma á Spáni

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Allt annað er að sjá til liðs Barcelona eftir að Josip Guardiola þjálfari ákvað að setja Eið Smára Guðjohnsen og Seydou Keita inn í lið sitt. Við það fór ýmislegt að blómstra hjá liðinu sem ekki hefur blómstrað frá upphafi þessarar leiktíðar.

Á þessa leið hljómaði leiðari íþróttablaðsins El Mundo Deportivo eftir burst Barcelona á Atletico Madrid um helgina en leikurinn endaði 6:1 og skoraði Eiður eitt marka Barcelona.

Annað spænskt íþróttablað, Sport, segir að í leiknum gegn Atletico hafi Eiður leikið sinn besta leik nokkru sinni fyrir Barcelona.

Virðist komin ástæða fyrir að Guardiola vildi ekki selja Íslendinginn í sumar en Eiður hefur þó lítið fengið að spreyta sig það sem af er leiktíð nema í allra síðustu leikjum. Hefur enda gengi liðsins verið brösótt svo ekki sé meira sagt og aðeins tímaspursmál hvenær Eiður fengi tækifæri. albert@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert