Veigar og Ólafur fengu 4,5 milljónir kr. á mánuði

Veigar Páll Gunnarsson var með um 4,5 milljónir kr. á …
Veigar Páll Gunnarsson var með um 4,5 milljónir kr. á mánuði í laun hjá Stabæk. Ómar Óskarsson

Í dag voru skattalistar fyrir tekjuárið 2008 birtir í Noregi.  Samkvæmt þeim upplýsingum var Veigar Páll Gunnarsson tekjuhæsti íslenski fótboltamaðurinn í Noregi á því tímabili en hann fékk um 4,5 milljónir ísl. kr. á mánuði eða rétt rúmlega 55 milljónir kr. í árslaun hjá Stabæk árið 2008.

Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Brann í Bergen er með 53,5 milljónir kr. í árslaun eða rétt um 4,4 milljónir kr. á mánuði. Skattayfirvöld í Noregi fengu sinn skerf af þessum launum því Ólafur Örn greiddi um 24 milljónir kr. í skatt og Veigar greiddi um 26 milljónir kr. í skatta.

Kristján Örn Sigurðsson, Brann, er með 3 milljónir kr. á mánuði eða 36,5 milljónir kr. í árslaun.

Gylfi Einarsson, Brann, er með 4 milljónir kr. á mánuði eða 48 milljónir kr. í árslaun.

Birkir Már Sævarsson,
Brann, er með 1,2 milljónir kr. á mánuði eða 14,7 milljónir kr. í árslaun.

Ármann Smári Björnsson
, Brann, var með 1,4 milljónir kr. á mánuði eða 17 milljónir kr. í árslaun. Ármann er nú leikmaður hjá Hartlepool á Englandi.

Garðar Jóhannsson, Fredrikstad, er með 1,6 milljón kr. á mánuði eða tæplega 20 milljónir kr. í árslaun.

Arnar Darri Pétursson, markvörður hjá Lyn, er með 240.000 kr. á mánuði.

Árni Gautur Arason hjá Odd/Grenland er með rétt um 280.000 kr. í mánaðarlaun en markvörðurinn var aðeins í nokkra mánuði hjá Odd/Grenland árið 2008.  

Pálmi Rafn Pálmason hjá Stabæk er með 1,3 milljón kr. í mánaðarlaun eða 16 milljónir kr. í árslaun.

Indriði Sigurðsson lék með Lyn 2008 og fékk hann 2,1 milljón kr. á mánuði eða rúmlega 25 milljónir kr. í árslaun. 

Birkir Bjarnason
hjá Viking var með um 790.000 kr. í mánaðarlaun eða 9,4 milljónir kr. í árslaun.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert