Sex marka sigur í San Marínó

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 2:0 og 4:0.
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 2:0 og 4:0. mbl.is/hag

Ísland vann í kvöld stórsigur á San Marínó, 6:0, í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í Serravalle. Íslenska liðið er þar með komið með 12 stig eftir fjóra sigurleiki í röð í keppninni og er jafnt Tékkum að stigum á toppi 5. riðils.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Ísland í kvöld og þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson skoruðu sitt markið hvor.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og leikurinn gekk þannig fyrir sig:

82. Kristinn Steindórsson kemur inná fyrir Birki Bjarnason.

82. Alfreð Finnbogason skorar sitt annað mark fyrir Ísland, 0:6.

60. Alfreð Finnbogason, leikmaður Breiðabliks, er fljótur að láta til sín taka og skorar aðeins þremur mínútum eftir innáskiptinguna, 0:5.

57. Alfreð Finnbogason kemur inná fyrir Kolbein Sigþórsson.

46. Síðari hálfleikur er hafinn og það hefur verið gerð ein breyting á liði Íslands. Almarr Ormarsson er kominn inná fyrir Guðmund Kristjánsson.

45. Flautað hefur verið til hálfleiks í Serravalle og Ísland er með afar vænlega stöðu. San Marínó - Ísland 0:4.

31. Gylfi Þór Sigurðsson skorar, 0:4.

26. Heimamenn hafa sótt sig aðeins í veðrið og hafa átt þrjú skot að marki Íslands á síðustu mínútum.

18. Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Roeselare í Belgíu, sem er fyrirliði Íslands í kvöld, skorar þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum sjálfum, 0:3.

15. Ísland er komið í enn betri stöðu því Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading í Englandi, hefur bætt við marki, 0:2.

12. Íslenska liðið sækir áfram og bæði Jóhann B. Guðmundsson og Guðmundur Kristjánsson hafa átt skot að marki San Marínó.

 8. Ísland nær forystunni og það er Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, sem skoraði markið, 0:1.

Lið Íslands: Haraldur Björnsson - Eggert Gunnþór Jónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Þór Viðarsson, Jóhann Berg Guðmundsson - Kolbeinn Sigþórsson.

Varamenn: Óskar Pétursson, Jósef K. Jósefsson, Kristinn Steindórsson, Almarr Ormarsson, Alfreð Finnbogason, Elfar Freyr Helgason, Skúli Jón Friðgeirsson.

Ísland vann San Marínó, 8:0, þegar liðin mættust í sömu keppni á Laugardalsvellinum í október.

Bjarni Þór Viðarsson er fyrirliði Íslands í kvöld. Hér er …
Bjarni Þór Viðarsson er fyrirliði Íslands í kvöld. Hér er hann í baráttu við tvo leikmenn San Marínó í fyrri leik þjóðanna í haust. Hann skoraði þriðja markið í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir á 8. mínútu.
Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir á 8. mínútu. mbl.is/Kristinn
Alfreð Finnbogason kom inná og skoraði 5. og 6. markið.
Alfreð Finnbogason kom inná og skoraði 5. og 6. markið. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert