Guðjón ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvík

Guðjón Þórðarson, nýr þjálfari BÍ/Bolungarvíkur ásamt stjórn félagsins við undirskriftina …
Guðjón Þórðarson, nýr þjálfari BÍ/Bolungarvíkur ásamt stjórn félagsins við undirskriftina í morgun. mynd/Bæjarins besta

Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs BÍ/Bolungarvík í knattspyrnu. Samúel Samúelsson stjórnarmaður í knattspyrnudeild félagsins staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Samningurinn er ótímabundinn en hann tekur gildi þann 15. þessa mánaðar.

Guðjón mun taka við starfi Alfreðs Elísar Jóhannssonar en undir hans stjórn hafnaði liðið í öðru sæti 2. deildarinnar í sumar og leikur í 1. deild á næsta tímabili.

Guðjón hefur á síðustu dögum verið sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá KA og átti hann viðræður við forráðamenn félagsins um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert