Ísland fékk á sig sigurmark í uppbótartíma

Jón Daði Böðvarsson með boltann í leiknum á KR-vellinum í …
Jón Daði Böðvarsson með boltann í leiknum á KR-vellinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta tapaði í kvöld, 1:2, gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann Sigurðarson skoraði mark Íslands.

Ísland var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir eftir tuttugu mínútna leik.

Kristinn Steindórsson átti þá laglega aukaspyrnu inn á teig Asera sem Björn Bergmann Sigurðarson skallaði snyrtilega í netið.

Aserar fengu vítaspyrnu sömmu síðar en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði hana glæsilega.

Í seinni hálfleik tóku gestirnir völdin en sköpuðu sér fá færi. Þeir þrumuðu boltanum á markið sama hvar þeir voru á vellinum en vanalega fóru skotin hátt yfir eða langt framhjá.

Því miður endaði svo eitt skot Asera í netinu en þeir jöfnuðu metin á 77. mínútu nánast upp úr engu.

Það var svo í uppbótartíma sem gestirnir tryggðu sér sigurinn eftir varnarmistök hjá Íslandi. Afar svekkjandi úrslit.

Ísland er áfram á botni riðilsins með þrjú stig en Aserar hafa sjö stig.

Lið Ísland: Árni Snær Ólafsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hörður Björgvin Magnússon, Kristinn Jónsson, Jón Daði Böðvarsson, Finnur Orri Margeirsson, Björn Daníel Sverrisson, Kristinn Steindórsson, Aron Jóhannsson, Björn Bergmann Sigurðarson.
Varamenn:
Arnar Darri Pétursson, Jóhann Laxdal, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már S. Sigurjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Einar Logi Einarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson.

Lið Aserbaídsjan: Osman Umarov, Gara Garayev, Tarlan Guliyev, Mirhuseyn Seyidov, Araz Abdullayev, Orkhan Kasanov, Ali Gokdemir, Badav Guseynov, Ruslan Taghizade, Javic Imamverdiyev, Abdulla Abasiyev.
Varamenn: Tural Abbaszade, Elvin Yunuszade, Movruz Mammadov, Emin Mustafayev, Ruslan Gurbanov, Elnur Abdulov, Tural Isgandarov.

 

Ísland U21 1:2 Aserbaídsjan U21 opna loka
90. mín. Cavid Imamverdiyev (Aserbaídsjan U21) skorar +2.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert