Neymar bestur í Suður-Ameríku

Neymar.
Neymar. AFP

Hinn 20 ára gamli Neymar frá Brasilíu, leikmaður Santos, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku. Þetta er annað árið í röð sem hann verður fyrir valinu.

Það er blaðið El Pais í Úrúgvæ sem stendur fyrir kjörinu en íþróttafréttamenn úr Suður-Ameríku taka þátt í að velja leikmann ársins.

Neymar, sem Brasilíumenn binda miklar vonir við að færi þjóð sinn heimsmeistaratitilinn á HM í Brasilíu árið 2014, hlaut 190 atkvæði í fyrsta sæti. Annar varð Perúmaðurinn Paolo Guerrero, leikmaður Corinthians, með 149 atkvæði og í þriðja sæti í kjörinu varð Brasilíumaðurinn Lucas Moura, leikmaður Paris SG, með 21 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert