Kristinn: Skítsama um markið

Kristinn Jónsson lék 100. leik sinn í Íslandsmótinu fyrir Breiðablik og það þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára.  Hann skoraði frábært mark í leiknum við ÍBV, sem því miður taldi lítið þegar upp var staðið. 

„Þetta var fínt mark en ég get ekkert verið ánægður með þetta mark núna, mér er alveg skítsama um það.  Það eru úrslitin sem skipta máli.“

Þið unnuð 4:1 í fyrsta leik en töpuðuð 4:1 núna. Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra hjá ykkur?

„Já það má segja það.  Fyrsti leikurinn spilaðist mjög vel, við mættur grimmir í hann og mér fannst þessi leikur góður að ýmsu leyti.  En það var líka margt sem við hefðum mátt gera betur.  Við komum til með að kryfja það betur næstu daga og förum yfir það með Óla,“ sagði Kristinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert