Simunic sektaður fyrir fasistakveðju

Alfreð Finnbogason sækir gegn Josip Simunic í leiknum í á …
Alfreð Finnbogason sækir gegn Josip Simunic í leiknum í á þriðjudaginn. mbl.is/Golli

Josip Simunic, einn reyndasti leikmaður króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið sektaður fyrir að hafa látið stuðningsmenn kyrja með sér þekkta kveðju fasistahreyfingar eftir sigurinn á Íslandi í umspili um sæti á HM á þriðjudaginn.

Simunic var sektaður um 25.000 kunar sem jafngildir 525.000 íslenskum krónum. Simunic fór til stuðningsmanna og kyrjaði „za dom!“ sem þýðir „fyrir ættjörðina!“. Stuðningsmennirnir svöruðu með orðunum „spremni!“ sem þýða mætti sem „fram í rauðan dauðann“. Þessa kveðju notuðu meðlimir fasistahreyfingarinnar Ustase í seinni heimsstyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert