Brennið skyrtur Messi ef hann spilar

Messi á æfingu með argentínska landsliðinu.
Messi á æfingu með argentínska landsliðinu. AFP

Forseti knattspyrnusambands Palestínu hefur hvatt fólk til að brenna myndir af Lionel Messi og treyjur með nafni hans spili hann með Argentínumönnum í leiknum gegn Ísrael á laugardaginn.

Ástæðan fyrir reiði forsetans er sú að leikurinn fer fram í vesturhluta Jerúsalem en upphaflega stóð til að hann færi fram í Haifa.

Þetta verður síðasti leikur Argentínumanna áður en þeir mæta Íslendingum í fyrstu umferð riðlakeppninnar á HM í Moskvu 16. júní.

Jibril Rajoub, forseti knattspyrnusambands Palestínu, segist hafa skrifað ríkisstjórn Argentínu bréf og beðið hana að sjá til þess að Messi taki ekki þátt í leiknum en hann segir að Messi eigi milljónir aðdáenda í Arabíu og múslimaríkjum úti um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert