Ronaldo-treyjur komnar í sölu

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Sala á treyjum með nafni Cristiano Ronaldo hófst í dag fyrir utan leikvang ítalska knattspyrnuliðsins Juventus í Tórínó.

Portúgalska stórstjarnan hefur verið sterklega orðuð við Ítalíumeistarana undanfarna daga en Juventus er reiðubúið að punga út háum upphæðum til þess að fá Ronaldo til liðs við frá Evrópumeisturum Real Madrid, sem hann hefur leikið með undanfarin níu ár.

Juventus kemur til með þurfa að greiða tæpar 100 milljónir evra fyrir Ronaldo en sú upphæð jafngildir 12,5 milljörðum króna og þá munu vikulaun hans verða rúmlega 70 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert