Eitt mark dugði Real Madrid á toppinn

Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Marco Asensio í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Marco Asensio í kvöld. AFP

Real Madrid skaust í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1:0-sigri á Espanyol á heimavelli sínum.

Það var Marco Asensio sem skoraði markið örlagaríka á 40. mínútu, en Real var með yfirburði í leiknum þrátt fyrir að mörkin hefðu ekki verið fleiri. Liðið er með 13 stig eftir fimm leiki og komst einu stigi upp fyrir Barcelona, sem á þó leik til góða á heimavelli gegn Girona á morgun

Grannar Real í Atlético Madrid unnu 2:0 útisigur á Getafe. Liðið komst yfir með sjálfsmarki andstæðingsins áður en Thomas Lemar innsiglaði sigurinn. Atlético er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka