Að tapa er bara að tapa og ég hata að tapa

Bríet Sif Hinriksdóttir var svekkt í leikslok, en hún átti …
Bríet Sif Hinriksdóttir var svekkt í leikslok, en hún átti ágætlan leik og skoraði 12 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er rosalega leiðinlegt að tapa þessu. Þetta var góður leikur og við náðum að stoppa Brittanny á köflum. Hún er hins vegar rosalega góð og það er erfitt að stoppa hana," sagði Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir svekkjandi 74:77-tap fyrir Keflavík á heimavelli í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. 

Leikurinn var jafn og spennandi og gat Stjarnan jafnað metin með lokaskoti leiksins, en það geigaði. 

„Liðsvörnin var mjög fín á köflum hjá okkur en ekki allan leikinn og því töpuðum við. Þetta gat hins vegar dottið báðum megin. Þetta datt þeirra í dag og vonandi næst hjá okkur."

Bríet er uppalin hjá Keflavík. Hún segir ekki öðruvísi að mæta Keflavík en öðrum liðum, þrátt fyrir það. 

„Að tapa er bara að tapa og ég hata að tapa. Það var einu sinni (skrítið að mæta Keflavík) en ekki lengur. Nú er ég bara í Stjörnunni."

Fyrir leikinn vann Stjarnan þrjá í röð og hefur liðið leikið ágætlega til þessa. „Við erum þokkalega ánægðar en við viljum meira," sagði Bríet Sif. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert