Andri Fannar æfir með Bologna

Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson. Ljósmynd/Breiðablik

Hinn 16 ára gamli knattspyrnumaður Andri Fannar Baldursson æfir hjá ítalska A-félaginu Bologna í vikunni. Andri er enn á yngsta ári í 2. flokki hjá Breiðabliki og þykir mjög efnilegur. 

Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki er hann kom inn á sem varamaður hjá Breiðabliki gegn KA í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í sumar. 

Miðjumaðurinn er búinn að skora tvö mörk í fjórtán leikjum með U17 ára landsliðinu og hefur hann einnig leikið með U18 ára landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert