Milos á leiðinni til Rosenborg?

Milos Milojevic á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings.
Milos Milojevic á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari karlaliða Víkings og Breiðabliks í knattspyrnunni, gæti verið á leið til norska félagsins Rosenborg í Þrándheimi frá Hammarby í Stokkhólmi.

Milos tók við liði Hammarby í júní og skrifaði undir samning til hálfs fjórða árs en í dag skrifar Nidaros, staðarblað í Þrándheimi, að Rosenborg hafi haft samband við hann um að taka við af Åge Hareide sem hættir með liðið að þessu tímabili loknu.

Hvorki Ivar Koteng hjá Rosenborg né Jesper Jansson íþróttastjóri Hammarby vildu tjá sig um málið þegar sænski netmiðillinn Fotbollskanalen spurði þá um málið í kvöld.

Hammarby hefur gengið vel undir stjórn Milosar og er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið.

Milos var búsettur á Íslandi um árabil og var leikmaður með Hamri í Hveragerði og Víkingi í Reykjavík, og síðan þjálfari Víkinga 2015 til 2017 og Breiðabliks seinni hluta tímabilsins stóran hluta 2017. Hann fór síðan til Svíþjóðar, kom Mjällby úr C-deild í úrvalsdeild á tveimur árum, en fór þá til heimalandsins Serbíu og var þar aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert