Hefði sagt þá að Thierry Henry væri mesti fáviti sem ég hef kynnst

„Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, lék með New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni árið 2012.

Thierry Henry, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, var þá fyrirliði liðsins en samband hans og Guðlaugs Victors var áhugavert, svo ekki sé meira sagt.

„Hann var sigurvegari sem var búinn að vinna allt með Arsenal, Barcelona og franska landsliðinu,“ sagði Guðlaugur Victor.

„Þegar ég horfði á The Last Dance, heimildarmyndina um Chicago Bulls og Michael Jordan, þá sá ég bara Thierry Henry fyrir mér,“ sagði Guðlaugur Victor meðal annars.

Viðtalið við Guðlaug Victor í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert