Enn missteig Bayern sig

Svekktur Leroy Sané í dag.
Svekktur Leroy Sané í dag. AFP/Christof Stache

Þýskalandsmeistarar Bayern München gerðu 1:1 jafntefli við Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 

Leroy Sané kom Bæjurum yfir á 34. mínútu eftir undirbúning frá Thomas Müller en Frakkinn Randal Kolo-Muani jafnaði metin á 69. mínútu og við stóð. 

Þetta er þriðji 1:1 jafnteflis leikur Bayern-liðsins í röð sem er nú aðeins með eins stiga forskot á toppi deildarinnar með 37 stig.

Union Berlin er í öðru sæti en Berlínarliðið vann 2:0 útisigur á erkifjendum sínum í Hertha Berlín í dag. Danihlo Doekhi og Paul Seguin settu mörk Union. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert