Mávarnir flugu í undanúrslit

Deniz Undav skoraði eitt mark og Evan Ferguson tvö fyrir …
Deniz Undav skoraði eitt mark og Evan Ferguson tvö fyrir Brighton í dag. AFP/Glyn Kirk

Úrvalsdeildarlið Brighton & Hove Albion lenti ekki í nokkrum vandræðum með D-deildar lið Grimsby Town þegar þau áttust við í Brighton í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag.

Leiknum lauk með 5:0-sigri heimamanna, og fara Mávarnir, eins og liðið er kallað, því auðveldlega í undanúrslitin.

Deniz Undav kom Brighton yfir eftir aðeins sex mínútna leik.

Staðan var 1:0 í leikhléi en í síðari hálfleik keyrðu Mávarnir yfir gestina frá Grimsby og bættu við fjórum mörkum.

Írski táningurinn Evan Ferguson skoraði tvívegis og sjóðheitir vængmenn liðsins, Solly March og Kaoru Mitoma, skoruðu sitt markið hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert