„Allur leikvangurinn kallaði hann apa“

Vinícius Junior og Carlo Ancelotti ræða málin á hliðarlínunni í …
Vinícius Junior og Carlo Ancelotti ræða málin á hliðarlínunni í gær. AFP/Jose Jordan

Vinícius Junior, sóknarmaður knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni, varð fyrir grófu kynþáttaníði í leik liðsins gegn Valencia á útivelli á Spáni í gær.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Valencia en Vinícius fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af stuðningsmönnum Valencia.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var mjög ósáttur þegar hann mætti í viðtöl eftir leikinn og gagnrýndi meðal annars forráðamenn spænsku 1. deildarinnar.

Mjög reiður

„Ég er mjög reiður,“ sagði Ancelotti á fjölmiðlafundi í leikslok.

„Það sem gerðist hér í dag er algjörlega til skammar. Allur leikvangurinn kallaði hann apa og þetta er stórt vandamál fyrir forráðamenn deildarinnar. 

Dómarinn tjáði mér að hann hefði virkjað þá ferla sem fara í gang þegar leikmaður er beittur kynþáttaníði en það er enginn lausn í mínum huga því hún virðist aldrei virka,“ sagði Ancelotti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka