Landsliðsmaðurinn tilkynntur í Danmörku

Sverrir Ingi Ingason er kominn til Midtjylland.
Sverrir Ingi Ingason er kominn til Midtjylland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, var í morgun tilkynntur sem nýr leikmaður danska félagsins Midtjylland. 

Fyrr í vikunni var greint frá því að Sverrir Ingi væri búinn að skrifa undir hjá Midtjylland og nú er félagið búið að tilkynna komu Íslendingsins. 

Sverr­ir Ingi er upp­al­inn hjá Breiðabliki en hann á að baki far­sæl­an at­vinnu­manna­fer­il með Vik­ing í Nor­egi, Lok­eren í Belg­íu, Gran­ada á Spáni, Rostov í Rússlandi og PAOK í Grikklandi.

Þá á hann að baki 42 A-lands­leiki fyr­ir Ísland en Midtjyl­l­and hafnaði í 7. sæti dönsku deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert