Ekki notast við VAR í undanúrslitum

Michael Carrick er knattspyrnustjóri Middlesbrough.
Michael Carrick er knattspyrnustjóri Middlesbrough. AFP/Oli Scarff

Í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu karla verður ekki stuðst við VAR-myndbandsdómgæslu.

Sanngirnisástæður liggja þar að baki þar sem B-deildar lið Middlesbrough er ekki með nauðsynlegan búnað á Riverside-leikvangi sínum til notkunar á VAR.

Middlesbrough mætir Chelsea í tveimur leikjum, heima og að heiman, á meðan Liverpool og Fulham etja kappi í tveimur leikjum í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Þrjú af fjórum liðum leika í úrvalsdeildinni og væri því hægt að notast við VAR í þremur af fjórum leikjum undanúrslitanna.

Til að gæta sanngirni hefur enska knattspyrnusambandið hins vegar ákveðið að ekki verður stuðst við myndbandsdómgæsluna í neinum leikjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka