Stjórinn hafnaði stórliðinu

Graham Potter var knattspyrnustjóri Chelsea.
Graham Potter var knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Ina Fassbender

Enski knattspyrnustjórinn Graham Potter hefur ákveðið að taka ekki við hollenska stórliðinu Ajax. 

Ajax hélt viðræður við Englendinginn og var hann fyrsti kostur félagsins sem hefur átt lélegt tímabil. 

Hins vegar ákvað Potter að hafna Ajax og finnst það ekki vera rétti kosturinn eins og er. 

Potter stýrði sænska liðinu Östersund við gott orðspor í sjö ár frá 2011 til 2018 og tók síðan við Swansea. Eftir það tók hann við Brighton og byggði liðið upp. 

Haustið 2022 tók hann við Chelsea en náði ekki þeim árangri sem búist var við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert