Þrír leikmenn hætt komnir eftir skotárás

Faris Moumbagna (t.v.) var einn þeirra sem var hætt kominn.
Faris Moumbagna (t.v.) var einn þeirra sem var hætt kominn. AFP/Sylvain Thomas

Þrír leikmenn franska knattspyrnufélagsins Marseille lentu í miður skemmtilegri lífsreynslu í morgun þegar reynt var að ræna þá.

Franski miðillinn La Provence greinir frá því að Jean Onana, Faris Moumbagna og Bamo Meité hafi verið á leið til Marseille í bifreið eins þeirra þegar skotum var hleypt af inn í bílinn þar sem þeir sátu.

Tveimur skotum var hleypt af í bílinn auk þess sem skotið var á aðra bifreið.

Leikmennirnir þrír náðu að flýja ræningjana án þess að særast. Lögreglan í Marseille leitar nú gerendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert