Skoraði fernu gegn Real Madríd

Alexander Sörloth skoraði fernu gegn Real Madríd.
Alexander Sörloth skoraði fernu gegn Real Madríd. AFP/José Jordán

Norski sóknarmaðurinn Alexander Sörloth gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Villarreal í jafntefli liðsins gegn Spánarmeisturum Real Madríd, 4:4, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Real er fyrir nokkru síðan búið að tryggja sér sigur í deildinni á meðan Villarreal átti veika von um að vinna sér inn Evrópusæti, en getur eftir jafnteflið ekki hafnað ofar en í áttunda sæti og leikur því ekki í Evrópu á næsta tímabili.

Í leiknum í gærkvöldi voru gestirnir frá Madríd með þægilega forystu, 1:4, í leikhléi eftir að tyrkneska unstirnið Arda Güler hafði skorað tvívegis auk þess sem Joselu og Lucas Vázquez komust á blað.

Sörloth hafði minnkað muninn niður í 1:2 en var síður en svo hættur.

Bætti Norðmaðurinn við þremur mörkum í síðari hálfleik og var raunar eldsnöggur að því þar sem staðan var orðin 4:4 á 56. mínútu.

Sörloth er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar með 23 mörk þegar ein umferð er óleikin í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert