Brasilía ekki með í fyrsta sinn í 20 ár

Brasilíumenn verða ekki með á Ólympíuleikunum í sumar.
Brasilíumenn verða ekki með á Ólympíuleikunum í sumar. AFP/Federico Parra

Ríkjandi ólympíumeistarar Brasilíu verða ekki með á Ólympíuleikunum í fótbolta í París í sumar. 

Brasilíumenn töpuðu fyrir Argentínu, 1:0, þar sem Luciano Gondou skoraði sigurmarkið og tryggði Argentínu á mótið. 

Verður þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem Brasilía verður ekki meðal liða í fótboltakeppni. Brasilíumenn hafa þá unnið síðustu tvo Ólympíuleika. 

Argentínumenn unnu gullið 2004 og síðan 2008 þar sem Lionel Messi, Ángel Di María og Sergio Aguero léku listir sínar. Á Ólympíuleikunum karlamegin eru lið skipuð leikmönnum 23 ára og yngri. Það mega þó þrír leikmenn vera yfir 23 ára gamlir. 

Luciano Gondou fagnar sigurmarkinu.
Luciano Gondou fagnar sigurmarkinu. AFP/Federico Parra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert