Fullyrðir að Alonso fari ekki til Liverpool

Xabi Alonso á hliðarlínunni um helgina.
Xabi Alonso á hliðarlínunni um helgina. AFP/Kirill Kudryavtsev

Simon Rolfes, íþróttastjóri Bayer Leverkusen, fullyrðir að knattspyrnustjóri karlaliðs félagsins verði áfram á næsta tímabili. 

Rolfes sagði frá því í viðtali við þýska miðilinn Doppelpass eftir stórsigur Bayer Leverkusen á stórveldi Bayern München, 3:0, um helgina. 

Leverkusen er nú með fimm stiga forskot á toppnum í þýsku 1. deildinni. Alonso hefur verið mikið orðaður við Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta með félagið eftir yfirstandandi tímabil. 

Rolfes er þó á öðru máli og segist vera viss um að Alonso fari ekki frá Bayer Leverkusen strax. „Hann er með samning hjá okkur og svo líður honum afar vel hérna. Hann veit að við verðum með frábært lið á næsta tímabili,“ sagði íþróttastjórinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert