Ísak missir af upphafi tímabilsins

Ísak Snær Þorvaldsson fagnar landsliðsmarki.
Ísak Snær Þorvaldsson fagnar landsliðsmarki. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson missir af upphafi norsku úrvalsdeildarinnar með Rosenborg eftir að hafa gengist undir aðgerð á nára í dag. 

Rosenborg greinir frá á heimasíðu sinni en þar segir Alfred Johansson, þjálfari liðsins, að Ísak þyrfti á aðgerð að halda vegna náravandræðum sem hafa verið að angra hann. 

„Hann missir því af næstu leikjum og verður ekki með í upphafi tímabilsins í Noregi,“ bætti Johansson við. 

Fyrsti leikur Rosenborg er gegn Sandefjord þann fyrsta apríl næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert