Meiðslin skárri en haldið var

Álvaro Morata, leikmaður Atlético Madrid og spænska landsliðsins.
Álvaro Morata, leikmaður Atlético Madrid og spænska landsliðsins. AFP/Del Pozo

Spænski landsliðsfyrirliðinn Álvaro Morata meiddist illa í tapi Atlético Madrid fyrir Sevilla, 1:0, í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. 

Morata meiddist undir lok fyrri hálfleiksins og var tekinn af velli í hálfleik. Meiðslin litu afar illa út og óttast var að um krossbandsslit væri að ræða. 

Svo er ekki en Spánverjinn þjáist af beinskemmdum og tognun í hægra hné. Eru það bestu fréttir sem leikmaðurinn hefði getað fengið en ljóst er að hann verður eitthvað frá næstu vikurnar. 

Morata er búinn að eiga frábært tímabil með Atlético en framherjinn er með 13 mörk í 22 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert