Verðmætasti leikmaðurinn að ganga til liðs við Glódísi?

Karólína Lea Viljhálmsdóttir og Lena Oberdorf.
Karólína Lea Viljhálmsdóttir og Lena Oberdorf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein besta knattspyrnukona heims Lena Oberdorf er að öllum líkindum að skipta yfir í Bayern München frá Wolfsburg.

Oberdorf er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg en hún hefur verið hjá liðinu síðan árið 2020. 

Þýski miðilinn Bild greinir frá því að Oberdorf sé nú að skipta yfir til Þýskalandsmeistara Bayern München, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði. 

Oberdorf, sem er 22 ára gömul, er verðmætasti leikmaður Þýskalands en Bayern er reiðubúið að borga 200–250 þúsund evrur fyrir leikmanninn. Myndi það gera hana að dýrasta leikmanni í sögu þýska kvennafótboltans. 

Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 44 landsleiki fyrir Þýskaland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert