Tvíburasysturnar aðskildar í fyrsta sinn

Systurnar Katla María og Íris Una.
Systurnar Katla María og Íris Una. Ljósmynd/Selfoss

„Fyrstu dagarnir hérna úti hafa gengið mjög vel og ég var mjög fljót að aðlagast öllu enda er þetta ekkert ósvipað lífinu á Íslandi,“ sagði knattspyrnukonan Katla María Þórðardóttir í samtali við Morgunblaðið.

Katla María, sem er 22 ára gömul, gekk í janúar til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro en hún skrifaði undir samning við félagið til ársloka 2025.

Hún er uppalin hjá Keflavík en hefur einnig leikið með Fylki og Selfossi hér á landi og á að baki 79 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað fjögur mörk. Þá á hún að baki einn A-landsleik.

Hafa alltaf fylgst að

Katla María hefur leikið allan sinn feril með tvíburasystur sinni Írisi Unu Þórðardóttur og viðurkennir að það hafi verið erfitt að skiljast að en Íris Una varð eftir heima á Íslandi og leikur í Bestu deildinni í sumar.

„Við systurnar höfum alltaf fylgst að og búið saman. Það var mjög erfitt að slíta naflastrenginn frá henni en á sama tíma var þetta þroskandi skref fyrir mig líka. Eftir síðasta tímabil með Selfossi, þar sem við bjuggum saman, vorum við báðar ákveðnar í að fara hvor í sína áttina.

Við erum samt duglegar að heyrast og ég tala við hana í símann í að minnsta kosti klukkutíma á dag þannig að við erum alltaf í góðu sambandi. Þegar allt kemur til alls held ég að þetta hafi verið gott skref og muni bara styrkja samband okkar ennþá frekar,“ bætti Katla María við í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert