Fullyrða að Mbappé sé búinn að skrifa undir

Kylian Mbappé í leik með PSG.
Kylian Mbappé í leik með PSG. AFP/Sebastien Salom-Gomis

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé er búinn að skrifa undir samning hjá Real Madríd ef marka má spænska íþróttamiðilinn Marca.

Samningur Mbappés við París SG rennur út í sumar og er honum því frjálst að semja við annað lið.

Marca segir Mbappé hafa skrifað undir fimm ára samning, til sumarsins 2029, og að Real greiði honum 85,5 milljónir punda í undirskriftarbónus.

Mbappé verður launahæsti leikmaður Real Madríd en tekur samt sem áður á sig launalækkun samanborið við samninginn sem hann er með hjá PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert