Danskur landsliðsmaður látinn

Jan Sörensen er hann lék með Feyenoord í Hollandi.
Jan Sörensen er hann lék með Feyenoord í Hollandi. Ljósmynd/Rob Bogaerts

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jan Sörensen frá Danmörku er látinn, 68 ára að aldri.

Sörensen lék í stöðu framherja, meðal annars fyrir Ajax og Feyenoord í Hollandi og Club Brugge í Belgíu.

Hjá Club Brugge kom hápunktur ferilsins árið 1978 þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Liverpool í úrslitaleik Evrópubikarsins, nú Meistaradeild Evrópu, á Wembley-leikvanginum.

Sörensen lék 11 landsleiki fyrir Danmörku og skoraði í þeim þrjú mörk.

Alls urðu mörkin 95 í 330 leikjum í öllum keppnum á ferlinum.

Að leikmannaferlinum loknum þjálfaði hann lið Portimonense og Algarve United í Portúgal og stýrði svo Walsall í ensku C-deildinni tímabilið 1997-98.

Eftir það settist Sörensen að á Englandi og rak krá í Tamworth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert