Albert til Juventus í skiptum fyrir Enzo?

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/@GenoaCFC

Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Juventus hafa mikinn áhuga á Alberti Guðmundssyni, leikmanni Genoa.

Ítalski miðillinn Tuttosport greinir frá því að félagið sé tilbúið að bjóða argentínska knattspyrnumanninn Enzo Barrenechea í skiptum fyrir Albert í sumar en Barrenechea kostar í kringum 10 milljónir evra.

Eftirsóttur af stórliðum

Albert, sem er 26 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður ítölsku A-deildarinnar á tímabilinu en hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur þrjú í 25 leikjum með Genoa í öllum keppnum á leiktíðinni.

Sóknarmaðurinn hefur einnig verið orðaður við stórlið á borð við AC Milan, Roma, West Ham og Aston Villa að undanförnu en Genoa hafnaði nokkrum tilboðum í leikmanninn í janúar.

Genoa vill fá í kringum 35 milljónir evra fyrir íslenska landsliðsmanninn en það samsvarar rúmlega 5,2 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert