„Einhver Messi var fyrir“

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Miguel Riopa

Karlalið Arsenal spilar í fyrsta sinn í sjö ár í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu gegn Porto í Portúgal í kvöld. 

Arsenal er með sigurstranglegri liðum Meistaradeildarinnar í ár en mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá félaginu síðan að Mikel Arteta tók við taumunum undir lok ársins 2019. 

Í einvíginu gegn Porto getur Arsenal tryggt sér í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í 14 ár, eða frá tímabilinu 2009/2010. 

Messi lék Arsenal grátt

Eftir árið 2010 var Arsenal-liðið mörg ár í röð í Meistaradeildinni en komst aldrei lengra en í 16-liða úrslit. 

Spurður hvort það hefði verið andlegt, en Arteta var þá fyrirliði Arsenal, sagði stjórinn það hafa verið meira. 

„Já vissulega, en það var líka einhver Messi fyrir okkur á þeim tíma, sem við mættum tvisvar og hann lék okkur grátt,“ sagði stjórinn á léttu nótunum en argentínski knattspyrnusnillingurinn fór illa með Arsenal-liðið á þeim tíma. 

Lionel Messi lék Arsenal grátt á sínum tíma.
Lionel Messi lék Arsenal grátt á sínum tíma. AFP/Josep Lago JOSEP LAGO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert