Jafnt í fyrri leiknum á Ítalíu

Robert Lewandowski fagnar eftir að hafa komið Barcelona yfir í …
Robert Lewandowski fagnar eftir að hafa komið Barcelona yfir í leiknum í kvöld. AFP/Tiziana Fabi

Napoli og Barcelona skildu jöfn, 1:1, í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta á Ítalíu í kvöld.

Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski kom Barcelona yfir á 60. mínútu eftir sendingu frá Pedri en Victor Osimhen jafnaði metin fyrir Napoli á 75. mínútu eftir undirbúning Frank Anguissa.

Seinni leikur liðanna fer fram í Barcelona þriðjudaginn 12. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert