Klopp verður ekki næsti stjóri liðsins

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP/Adrian Dennis

Þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp mun ekki taka við stórliði Bayern München að yfirstandandi tímabili loknu. 

Þetta ítrekaði Marc Kosicke, umboðsmaður Klopps, í samtali við SkySports í Þýskalandi. 

Thomas Tuchel mun yfirgefa Bayern München að yfirstandandi tímabili loknu og var Jürgen Klopp um leið orðaður við Bayern. 

Klopp, sem er að yfirgefa Liverpool eftir níu ára starf, ætlar sér að taka allavega árs pásu frá þjálfun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka