Alonso neitar að tjá sig

Xabi Alonso tjáði sig ekki um framtíðina á blaðamannafundi.
Xabi Alonso tjáði sig ekki um framtíðina á blaðamannafundi. AFP/Kirill Kudryavtsev

Xabi Alonso, knattspyrnustjóri karlaliðs Bayer Leverkusen, neitaði að tjá sig á blaðamannafundi.

Alonso hefur verið sterklega orðaður við bæði enska félagið Liverpool og þýska félagið Bayern München. 

Bæði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, og Thomas Tuchel, stjóri Bayern, yfirgefa félög sín að yfirstandandi tímabili loknu og er Alonso efsta nafnið á blaði hjá báðum félögum. 

Alonso hefur gert magnaða hluti með lið Bayer Leverkusen en það er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar, átta stigum á undan Bayern. 

Spurður út í sögusagnirnar á blaðamannafundi sagðist Alonso hafa ekkert að segja. 

„Eins og staðan er núna stýri ég Bayer Leverkusen og það er staðreynd. Hvað varðar framtíðina hef ég ekkert að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert