Yfirgefur framherjinn Evrópu?

Olivier Giroud gæti verið á förum frá AC Milan í …
Olivier Giroud gæti verið á förum frá AC Milan í sumar. AFP/Piero Cruciatti

Franski knattspyrnumaðurinn Olivier Giroud gæti verið á förum frá AC Milan í sumar. 

Ítalskir miðlar greina frá en Giroud, sem er 37 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði Milan undanfarin ár. 

Greina ítalskir miðlar enn fremur frá því að fjölskyldan hans sé farin að leita að húsi í Bandaríkjunum og þykir það líklegur áfangastaður fyrir framherjann. 

Giroud hefur átt farsælan feril í Evrópu og vann meðal annars Meistaradeildina með Chelsea og ítölsku A-deildina með AC Milan. Þá var hann lykilmaður í sigri Frakka á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert