Eyjakonan með stórleik í Gullbikarnum

Cloé Lacasse á fullri ferð í leiknum í nótt.
Cloé Lacasse á fullri ferð í leiknum í nótt. AFP/Logan Riely

Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, átti stórleik í nótt þegar Kanada vann sannfærandi sigur á El Salvador, 6:0, í Gullbikar kvenna í Ameríku.

Cloé, sem leikur með Arsenal og er með íslenskan ríkisborgararétt, lagði upp þrjú marka kanadíska liðsins eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu.

Adriana Leon skoraði tvö mörk og þær Cloé, Jordyn Huitema, Kadeisha Buchanan og Olivia Smith gerðu eitt mark hver.

Þetta var fyrsti leikur kanadíska liðsins í keppninni en það er einnig með Paragvæ og Kosta Ríka í riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert