Fyrrverandi leikmaður Everton í lífstíðarfangelsi

Li Tie er hann var landsliðsþjálfari Kína.
Li Tie er hann var landsliðsþjálfari Kína. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Li Tie, sem lék með Everton í ensku úrvalsdeildinni um fjögurra ára skeið, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu Kína fyrir spillingu.

Mail Sport greinir frá.

Hinn 46 ára gamli Tie viðurkenndi í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni CCTV að hafa hagrætt úrslitum félagsliða í Kína þegar hann var þjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar á árunum 2019 til 2021.

Þáði hann og greiddi öðrum mútur í því skyni. Einnig greiddi hann mútur til þess að fá starf landsliðsþjálfara Kína.

„Mér þykir þetta mjög leitt. Ég hefði átt að sýna auðmýkt og fara rétta leið. Það voru vissir hlutir á þessum tíma sem var vaninn innan fótbolta.

Með því að ná árangri eftir þessum óheiðarlegu leiðum varð ég sífellt óþolinmóðari þegar kom að því að ná fljótt í góð úrslit,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert