Ísland og Serbía eina spennandi einvígið

Diljá Ýr Zomers og Emma Petrovic í baráttu í Stara …
Diljá Ýr Zomers og Emma Petrovic í baráttu í Stara Pazova í dag. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ísland er eina liðið úr A-deild Þjóðardeild kvenna í knattspyrnu sem er í tvísýnni baráttu um að halda sæti sínu í deildinni því hinir umspilsleikirnir þrír í dag voru allir ójafnir.

Liðin úr A-deildinni byrjuðu á útivöllum gegn liðunum úr B-deildinni og eins og áður kom fram vann Svíþjóð stórsigur gegn Bosníu á útivelli, 5:0.

Sama var uppi á teningunum í hinum tveimur leikjunum síðdegis í dag því Belgar unnu Ungverja 5:1 á útivelli og Norðmenn unnu 3:0 útisigur í Króatíu.

Svíar, Belgar og Norðmenn munu því halda sætum sínum í A-deildinni nema eitthvað mjög óvænt gerist, á meðan Ísland og Serbía mæta jöfn til leiks á Kópavogsvellinum á þriðjudaginn eftir jafnteflið í Stara Pazova í dag, 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert