Liverpool mætir Sparta Prag

Liverpool fer til Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liverpool fer til Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AFP/Paul Ellis

Liverpool mætir tékkneska liðinu Sparta Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla. Dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í morgun.

Fyrri leikurinn fer fram í Prag þann 7. mars og síðari leikurinn í Liverpool viku síðar.

Tvö ensk lið til viðbótar voru hluti af drættinum.

Brighton & Hove Albion mætir ítalska liðinu Roma og West Ham United mætir þýska liðinu Freiburg.

Drátturinn í heild sinni:

Sparta Prag – Liverpool

Marseille – Villarreal

AS Roma – Brighton

Benfica – Rangers

Freiburg – West Ham

Sporting Lissabon – Atalanta

AC Milan – Slavia Prag

Qarabag – Bayer Leverkusen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert