Náðu ellefu stiga forskoti á Bayern

Robert Andrich fagnar markinu sem réð úrslitum fyrir Leverkusen í …
Robert Andrich fagnar markinu sem réð úrslitum fyrir Leverkusen í kvöld. AFP/Ina Fassbender

Bayer Leverkusen náði í kvöld ellefu stiga forskoti á Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu.

Leverkusen lenti reyndar í nokkru basli með eitt af neðstu liðum deildarinnar, Mainz, en knúði fram sigur, 2:1.

Xabi Alonso og hans menn eru þá komnir með 61 stig en tífaldir Þýskalandsmeistarar Bayern eru með 50 stig í öðru sæti og eiga leik til góða.

Granit Xhaka kom Leverkusen yfir strax á 3. mínútu en Dominik Kohr jafnaði aðeins fimm mínútum síðari.

Robert Andrich skoraði sigurmark Leverkusen, 2:1, á 68. mínútu.

Mainz er næstneðst í deildinni með 15 stig en Daninn Bo Henriksen, fyrrverandi leikmaður Fram, Vals og ÍBV, tók við sem knattspyrnustjóri félagsins á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert