Seinni leikurinn formsatriði

Madelen Janogy, sitjandi, skoraði tvö fyrstu mörk Svía í dag.
Madelen Janogy, sitjandi, skoraði tvö fyrstu mörk Svía í dag. AFP

Svíar verða örugglega í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir að hafa unnið yfirburðasigur gegn Bosníu í fyrri leik umspilsins á útivelli í Zenica í dag, 5:0.

Liðin mætast aftur í Svíþjóð á miðvikudaginn en sá leikur er nú nánast formsatriði.

Madelen Janogy skoraði á 6. og 41. mínútu og staðan í hálfleik var því 2:0, Svíum í hag. Á síðustu 15 mínútunum komu svo þrjú mörk, Filippa Angeldal og Paulline Hammarlund skoruðu með stuttu millibili og fimmta markið var sjálfsmark heimakvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert