Mun ekki fagna ef hann skorar

Sergio Ramos spilaði með Real Madríd í 16 ár.
Sergio Ramos spilaði með Real Madríd í 16 ár. AFP/Cristina Quicler

Varnarmaðurinn öflugi, Sergio Ramos segist ekki ætla að fagna ef hann skorar gegn gamla knattspyrnufélaginu hans, Real Madríd. Hann mætir liðinu ásamt liðsfélögum hans í Sevilla, á Santiago Bernabeu í kvöld.

„Ég ber mikla virðingu fyrir félaginu og aðdáendum þess svo ef ég skora mun ég ekki fagna. Ef svo heppilega vill til að ég skora og markið er nóg til þess að tryggja sigur mun ég verða mjög glaður, því við þurfum á stigum að halda.

Mér mun líða eins og heima hjá mér því ég var í mörg ár þarna og þau eru eru mikilvægustu árin á ferlinum. Ég á yndislegar minningar með aðdáendum og liðsfélögum svo þetta verður einstök og tilfinningaþrungin stund,“ sagði Ramos. Hann spilaði með Real í 16 ár, vann deildina fimm sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu.

Sevilla er nú í 15. sæti í deildinni með 24 stig, aðeins sjö stigum frá fallsæti en Real Madríd er á toppi deildarinnar með 62 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert