Real Madrid biður um frest vegna Taylor Swift

Real Madrid leikur heimavelli sína á Santiago Bernabeu-vellinum.
Real Madrid leikur heimavelli sína á Santiago Bernabeu-vellinum. AFP/Thomas Coex

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid hafa sent inn beiðni til spænskra knattspyrnuyfirvalda að færa síðasta leik liðsins í spænsku 1. deildinni í vor.

Ástæðan fyrir því er sú að tónlistarkonan Taylor Swift er á leið til Madrídar og vill halda tónleika á heimavelli Real Madrid, Bernabeu.

Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Bernabeu, heimavelli Real Madrid, er liðið mætir Real Betis þann 24. maí en Taylor Swift er á leiðinni til Madrídar nokkrum dögum síðar og heldur tónleika í borginni þann 30. maí.

Samkvæmt heimildum The Athletic vilja forráðamenn félagsins færa leikinn einn dag fram í tímann en ekki eru taldar miklar líkur á að beiðnin verði samþykkt þar sem Real Madrid og Real Betis gætu bæði verið í mikilli baráttu í deildinni fram á lokadag.

Real Madrid er í fyrsta sæti deildarinnar og telja margir að þeir fari alla leið í ár og taki titilinn en Real Betis er í baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. 

Ef Girona, sem situr í öðru sæti deildarinnar, tekst að halda í við Madrídarliðið þá þurfa bæði lið að hefja leik á lokadeginum á sama tíma. Bernabeu er bara einn af mörgum leikvöngum víðsvegar í Evrópu sem Taylor Swift heimsækir en hún mun meðal annars troða upp á Anfield og Wembley. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert