Aftur skilinn eftir heima

Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu fyrir FC Köbenhavn gegn Breiðabliki …
Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu fyrir FC Köbenhavn gegn Breiðabliki í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. mbl.is/Hákon Pálsson

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki í leikmannahópi FC Köbenhavn sem mætir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Parken klukkan 18 í dag. 

Orri er því annað skiptið í röð utan hóps en hann var ekki með gegn Silkeborg í síðustu umferð. 

Danski framherjinn Andreas Cornelius hefur tekið mestmegnis af mínútum Orra hjá Köbenhavn síðan hann sneri aftur eftir meiðsli. Ásamt því verslaði Kaupmannahafnarliðið inn í janúar. 

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum í dag en Köbenhavn er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert