Bræðurnir skoruðu báðir

Williams-bræðurnir fagna marki í kvöld.
Williams-bræðurnir fagna marki í kvöld. AFP/Ander Gillenea

Athletic Bilbao er komið í úrslit spænska bikarsins í fótbolta eftir öruggan 3:0-heimasigur á Atlético Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Athletic vann fyrri leikinn 1:0 og einvígið sannfærandi 4:0.  

Inaki Williams kom Athletic á bragðið á 13. mínútu og bróðir hans Nico Williams bætti við öðru markinu á 42. mínútu.

Gorka Guruzeta gulltryggði svo þriggja marka sigur með marki á 61. mínútu.

Athletic mætir Mallorca í úrslitum, en Mallorca vann Real Sociedad í vítakeppni á þriðjudaginn var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert